SAMFÉLAG FRUMKVÖÐLA, FRÆÐA OG ATVINNULÍFS

ENG

Samfélag frumkvöðla,
fræða og atvinnulífs

Einstök staðsetning uppfull af grænni orku og auðveldum gagnaflutningum.
Nálægð við flugvöll, náttúru og stutt í menningu.

NAFLI ALHEIMSINS

Staðsetning Ásbrúar við hlið alþjóðaflugvallarins í Keflavík, mitt á milli Evrópu og Ameríku, getur gegnt lykilhlutverki fyrir alþjóðleg fyrirtæki í leit að staðsetningu fyrir bækistöðvar sínar. Möguleikar svæðisins eru óþrjótandi. Þar er mikið af byggingum en einnig nóg landrými fyrir ný mannvirki og stórar hugmyndir.

Ísland er meðal fremstu þjóða heims í nýtingu á grænni orku, og á Ásbrú er sérstök áhersla lögð á endurnýjanlega orkugjafa. Þá eru Íslendingar af mörgum taldir meðal tæknivæddustu þjóða heims. Menntunarstig er hátt og menningin fjölbreytt og kraftmikil. Að sjálfsögðu má ekki gleyma einstakri og stórbrotinni náttúru landsins, tæra vatninu og hreina loftinu.

Á Ásbrú var rekin bandarísk herstöð þar sem bjuggu 6.000 manns. Við brotthvarf hersins 2006 stóð eftir stórt landsvæði og mikið af byggingum, sem nýta þurfti á hugvitsamlegan hátt. Strax í upphafi var ráðist í endurskipulagningu svæðisins með menntun og frumkvöðlastarfsemi að leiðarljósi, með sterkri tengingu við atvinnulífið. Verkefnið hefur verið kallað stærsta endurvinnsluverkefni Íslandssögunnar og nú, nokkrum árum síðar, hefur orðið til á svæðinu blómlegt og framsækið samfélag nýsköpunar, vísinda og fræða.

Þínar hugmyndir gætu orðið að veruleika á Ásbrú.

Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar, Kadeco, sérhæfir sig í fasteignaþróun, verkefnum sem auka samkeppnishæfni fyrirtækja og efla frumkvöðlamenningu á Reykjanesi.

FRUMKVÖÐLASTARSEMI

Frá upphafi hefur Kadeco lagt áherslu á frumkvöðlastarfsemi á Ásbrú. Eitt fyrsta verkefnið sem félagið kom að var Keilir, alhliða menntafyrirtæki í eigu háskóla, fyrirtækja og almannasamtaka. Þar er boðið upp á vandað nám með áherslu á nýstárlega kennsluhætti og fyrsta flokks aðstöðu, og á Ásbrú hefur orðið til stórt samfélag námsmanna. Mörg frumkvöðlaverkefni hafa sprottið úr metnaðarfullum námsverkefnum í Keili og sterk tengsl eru milli skólans og atvinnulífsins. Frumkvöðlasetrið á Ásbrú býður einnig fyrirtækjum með nýsköpunarverkefni frábæra aðstöðu, fræðslu og stuðning við að hrinda hugmyndum í framkvæmd.

FASTEIGNIR

Fjöldi fasteigna af öllum stærðum og gerðum er til sölu eða leigu á Ásbrú. Þar er mikið af nýuppgerðu íbúðarhúsnæði, spennandi iðnaðarhúsnæði og ýmsar sérútbúnar byggingar frá tímum varnarliðsins. Í stóru flugskýli er til dæmis fullkomið kvikmyndaver. Þá er einnig mikið landrými á svæðinu óráðstafað undir byggingar eða önnur mannvirki.
www.kadeco.is

GRÆN ORKA

Stjórnendur alþjóðlegs gagnavers Verne Global segja þrjá lykilþætti hafi ráðið staðsetningunni; stöðug og næg orka, kröftugt samgöngunet til og frá landinu og sjálfbærar orkulindir.

www.verneglobal.com

Geosilica er dæmi um nýtt íslenskt frumkvöðlafyrirtæki sem spratt upp úr spennandi verkefni nemanda í háskólastofuninni Keili á Ásbrú, en fyrirtækið vinnur hágæða heilsuvörur úr kísli.

www.geosilica.is

Líftæknifyrirtækið Algalíf hefur byggt örþörungaverksmiðju á Ásbrú, en úr þörungunum er unnið sterkt andoxunarefni sem notað er í fæðubótarefni og vítamínblöndur, auk þess að vera neytt í hylkjaformi.

www.algalif.com

AUÐVELDUR
GAGNAFLUTNINGUR

Gagnaflutningsgeta og öryggi gagnaflutninga er með allra besta móti á Ásbrú. Það segir sína sögu að fjögur gagnaver eru á svæðinu, þar á meðal alþjóðlegt gagnaver Verne Global. Stjórnendur þess nefna að stöðug og næg orka, kröftugt samgöngunet til og frá landinu og sjálfbærar orkulindir hafi verið lykilþættir þegar staðsetning var valin. Gagnaverin eru öll knúin grænum, endurnýjanlegum orkugjöfum og sérhönnuð til að nýta vindkælingu á svæðinu.

KEFLAVIK AIRPORT

Í um 15 mínútna fjarlægð frá Ásbrú er alþjóðlegi flugvöllurinn í Keflavík. Árið 2014 var hann valinn besti flugvöllur í Evrópu í viðamikilli þjónustukönnun sem framkvæmd er á öllum helstu flugvöllum um allan heim.

Nálægðin við þessa mikilvægu samgönguæð er fyrirtækjum á Ásbrú gríðarlega dýrmæt.

NÁTTÚRA

Hin stórbrotna íslenska náttúra á fáa sína líka í heiminum. Allt í kringum Ásbrú er hægt að komast í nálægð við háhitasvæði með tilheyrandi hverum og gufustrókum, svipmikil fjöll og vötn, hraunbreiður, brimsorfna kletta, heimsþekkt fuglabjörg og svartar strandlengjur. Reykjanes hefur verið útnefnt Jarðvangur af UNESCO fyrir einstakar jarðmyndanir. Þar má einnig finna perlur eins og Bláa Lónið.

MENNING

Menningarlíf í Reykjanesbæ er lifandi og fjölbreytt, en einnig er aðeins um 40 mínútna akstur til höfuðborgarinnar, þar sem njóta má mannlífs og menningar af öllu tagi.

Ísland er þekkt fyrir kraftmikið menningarlíf, jafnt í leikhúsi, dansi og myndlist, en líklega hvergi eins öflugt og á tónlistarsviðinu. Gríðarlega kröftugt tónlistarlíf, fjöldi tónlistarhátíða og tónlistarmanna á heimsmælikvarða vekur gjarnan undrun erlendis, ekki síst þegar fólk heyrir íbúatölu landsins.