Úrræði fyrir tekju- og eignaminni einstaklinga

Hlutdeildarlán

Íbúðir hjá Ásbrú fasteignum eru samþykktar af HMS og uppfylla skilyrði fyrir hlutdeildarlán.

Ásbrú fasteignir hafa samið við HMS um hlutdeildarlán fyrir íbúðir á Ásbrú.

Eldri íbúð verður að hafa hlotið gagngerar endurbætur þannig að jafna megi ástandi hennar við ástands nýrrar íbúðar og þarf HMS að staðfesta að svo sé.

Shape

Skilyrði fyrir hlutdeildarláni

Hvaða íbúðir falla undir hlutdeildarlán?

Umsækjendum um hlutdeildarlán er heimilt að festa kaup á íbúðarhúsnæði með einu auka svefnherbergi umfram þarfir fjölskyldunnar.

Þegar fjölskyldustærð er metin skal, líta til fjölda barna eða ungmenna undir 20 ára aldri sem eru á framfæri umsækjanda eða býr á heimilinu.

Horft er til sérstakra aðstæðna umsækjanda eða fjölskyldu hans þegar þörf er á auka herbergi fyrir aðstoðarfólk vegna fötlunar.

Til þess að unnt sé að veita hlutdeildarlán á íbúð verður að uppfylla skilyrði HMS um stærð- og verðmörk.

Um stærðar- og verðmörk íbúða
á Ásbrúarsvæðinu gildir eftirfarandi:

Stúdíóíbúð

Að lágmarki 30m2

Hámarksverð 24,5m

Stúdíóíbúð

Að lágmarki 40m2

Hámarksverð 28,5m

1x svefnherbergi

Að lágmarki 50m2

Hámarksverð 32,5m

1x svefnherbergi

Að lágmarki 60m2

Hámarksverð 36,5m

2x svefnherbergi

Að lágmarki 70m2

Hámarksverð 40,5m

2x svefnherbergi

Að lágmarki 80m2

Hámarksverð 44m

3x svefnherbergi

Að lágmarki 90m2

Hámarksverð 48m

4x svefnherbergi

Að lágmarki 100m2

Hámarksverð 52m

*upplýsingar skv. heimasíðu HMS með fyrirvara um breytingar og ritvillur.


Kauptækifæri í uppbyggingarhverfi

Tryggðu þér ÍBÚÐ SEm uppfyllir skilyrði hlutdeildarlána

Viltu leigja íbúð?

Kynningarmyndband um hlutdeildarlán frá HMS

Leið fyrir tekju- og eignaminni einstaklinga

Hlutdeildarlánum er ætlað að hjálpa kaupendum undir ákveðnum tekjumörkum að brúa bilið við fyrstu fasteignakaup.

Dæmi:

Kaupandi greiðir a.m.k. 5% af kaupverði sem útborgun.

Kaupandi tekur húsnæðislán fyrir allt að 75% af kaupverði.

HMS veitir kaupanda hlutdeildarlán fyrir allt að  20% kaupverðs.

Lántakandi leggur fram eigið fé sem þarf að vera að lágmarki 5%. Sé eigið fé meira en 6,5% kemur það sem umfram er til lækkunar á hlutdeildarláninu.

Engir vextir eða afborganir eru af hlutdeildarláni en lántaki endurgreiðir lánið þegar hann selur eignina eða við lok lánstíma. 

Hlutdeildarlánið er veitt til 10 ára en heimilt er að framlengja lánstímann um fimm ár í senn, mest til 25 ára alls. Hlutdeildarlánið fylgir verðbreytingu eignarinnar og hækkar því og lækkar í samræmi við það.

Hverjir geta nýtt sér hlutdeildarlán?

Hlutdeildarlánum er ætlað að hjálpa kaupendum undir ákveðnum tekjumörkum að brúa bilið við fyrstu fasteignakaup.

Hlutdeildarlán er úrræði HMS sem ætlað er til að aðstoða þau sem þurfa aðstoð við að komast inn á fasteignamarkað.

Þau sem eiga möguleika á þessari aðstoð eru fyrstu kaupendur og þau sem ekki hafa átt fasteign síðastliðin 5 ár og eru undir ákveðnum tekjumörkum.

Hlutdeildarlán er fyrir þau sem hafa greiðslugetu fyrir íbúðaláni og standast greiðslumat en eiga ekki fyrir útborgun án aðstoðar.

Afborganir af fasteignarláni mega ekki fara yfir 40% af ráðstöfunartekjum.

 

Nánari upplýsingar er hægt að nálgast á heimasíðu HMS.

Kauptækifæri í uppbyggingarhverfi

Tryggðu þér ÍBÚÐ SEm uppfyllir skilyrði hlutdeildarlána